Teymið okkar

MANDLAN SF
Sidumuli 11

108 Reykjavik
ICELAND

+354 7870888

logo
Umhverfisvænt og hreint fyrir húðina, hárið og heimilið" er kjörorðið okkar. Við leitumst við að bjóða upp á vörur sem eru framleiddar af alúð þar sem heilsa fólks og hreint umhverfi er haft að leiðarljósi.
Við bjóðum aðeins vörur sem við höfum prófað persónulega og líkað við.
Vörurnar sem við bjóðum fyrir húð og hár eru gerðar úr náttúrulegum innihaldsefnum, lífrænt ef unnt er, oft handgerðar og lausar við skaðleg efni eða aukaefni. Að auki viljum við skilja hvaða innihaldsefni eru í vörunum sem við bjóðum.
Með vörum til heimilisins bjóðum við upp á margs konar valmöguleika til að draga úr notkun á einnota plasti. Vörur okkar eru gerðar úr sjálfbærum gæða efnum.
Að Mena standa tvær vinkonur með sameiginlegan áhuga á ofangreindu. Við erum ólíkir einstaklingar með ólíka húð- og hárgerð. Við eigum hvor okkar uppáhalds vörur og viljum einnig að að viðskiptavinir okkar finni einnig uppáhalds vörur sínar hjá Mena!
Kristin

Kristin

Margret

Margret

Join us!