Sagan okkar
Hið náttúrulega og lífræna eru hið augljósa
Zao Make-Up er vörumerki í eigu Cosm'Etika í Frakklandi. Það var stofnað árið 2012 af fjórum vinum; David Reccole, Philippe Donnat, Yvan Rouvire og Salima Macozzi Reccole. Sameiginlega áttu þau að vera miklir náttúruunnendur og áhugafólk um verndun hennar gegn mengun. Þau tóku höndum saman að því að þróa lífrænar förðunarvörur sem samræmdust þessum gildum. Þau stofnuðu í kjölfarið Zao Make-Up, fyrsta áfyllanlega förðunarvörumerkið. 100% náttúrulegt og lífrænt vottað af Ecocert.
Það er í Asíu sem allt byrjar ...
Einn stofnendanna, David Reccole, hafði mikið ferðast um Asíu og sótti þangað innblástur. Þar má nefna Indland, Víetnam og Kína...
Hugmyndin vaknaði þegar vinur hans í Taiwan gaf honum lítinn kassa sem innihélt blýant og bambuspenna. Þegar hann sá að hægt var að hanna og útfæra svona smáa og nákvæma hluti úr bambus má segja að kviknað hafi á ljósaperu í huga hans! Fyrst þetta væri hægt þá er vel hugsanlegt að hægt sé að búa einnig til umbúðir um förðunarvörur úr bambus. Þegar hann sneri aftur til Frakklands frá Asíu sagði hann félögum sínum frá hugmyndinni og þá var ekki aftur snúið. Grunnurinn fyrir Zao Make-Up var orðinn til ...
"Fegurð bambusins að utan, ávinningur af bambus að innan."
Vinirnir voru sammála um að lífrænt vottaðar förðunarvörur yrðu að koma í náttúrulegum pakkningum og þeim fannst bambus augljós fyrsti kostur. Öll tré binda kolefni en hraður vöxtur bambustrjáa gerir þau að gríðarlega öflugum leikmönnum þegar kemur að bindingu kolefnis. Það að Zao nýti þetta hráefni í pakkningar sínar er þess valdandi að kolefnisspor framleiðslunnar er haldið í algjöru lágmarki.
Bambusinn er einnig nýttur sem hráefni í vörurnar oo er einnig tekin inn í samsetningum þar formi safa dufts, blaða hydrosol eða bambus rhizome macerate. Þessi planta er ríkur í lífrænu kísil, stak náttúrulega til staðar í líkama okkar og það, sem tekur þátt í því ferli að framleiða kollagen, sem varðveitir teygjanleika vefja.
Bambus er einkenni Zao Make-Up.
"Austræn heimspeki og hugsunarháttur heillar mig, sérstaklega Búddismi. Bambus er mikils metinn í Asíu og sérstaklega í Búddisma. Búddismi spannar stórt svið og hefur marga anga. Þar á meðal eru tveir þættir sem snúa að náttúrunni, ZEN og TAO. Þessir þættir sameinast í ZAO sem er samhljómur af hugleiðslu, hugarró og hreinleika. "