Markmið okkar
Það er liðin tíð að það þurfi að velja á milli gæða förðunarvara annars vegar og lífrænna förðunarvara hins vegar. Áferð, litir, þægindi - Zao hefur það kappkostar við að ná fram efnablöndum sem standa hefðbundnum snyrtivörum jafnfætis, en um leið sýnum við náttúrunni og heilsu þinni þá virðingu sem þau eiga skilið.
Teyminu hjá Zao Make-Up hefur tekist að koma á markað gæða förðunarvörur með ástríðu og siðferðisleg gildi með sér í liði. Grunnurinn er alltaf byggður á meginreglum sjálfbærrar þróunar.
100% náttúrulegar efnablöndur *
Zao Make-Up skuldbindur sig til að bjóða upp á förðunarvörur með sérlega vönduðum efnablöndum sem eru unnar úr 100% náttúrulegum hráefnum. skuldbundið sig til að bjóða farða vörur með óaðfinnanlega formúlum með 100% af innihaldsefnum náttúrulegum uppruna*. Vörurnar er húðinni vænar þar sem þær eru algjörlega án kemískra aukaefna or rotvarnarefna. Hráefnin okkar eru fengin úr plöntum, jurtaolíum og jurtasmjöri og fer ferlið fram án nokkurrar megnunar... Með okkar r umhverfis- og siðgæðgæðisstefnu að vopni tókst okkur markmiðið «Slow Cosmetics» árið 2014 .
Gæði hráefnanna okkar eru okkur gríðarlega mikilvæg. Við erum alltaf á höttunum eftir nýjum náttúrulegum hráefnum til að tryggja þér bestu vöruna. Á meðal þessara hráefna er silfurpúður sem malað hefur verið í öreindir, svo fínt er það. Þetta púður er vænt og gott við húðina, hjálpar farðanum að haldast á og býr yfir bólgueyðandi eiginleikum. Þetta hráefni er mjög dýrt en samt sem áður höfum við kosið að nota það í næstum allar okkar vörur.
* Nema naglalökkin okkar sem eru án tólúens, formaldehýðs, formaldehýð resins, synthetic camphors, díbútýl þalata, parabena, xýlens og rosins.
Lífræn ræktun er betri kostur
Allar okkar vörur eru lífrænt vottaðar af ECOCERT (samkvæmt ECOCERT Greenlife og Cosmos Standard stöðlum) og merkt Cosmebio *.
Strax frá upphafi Zao ævintýrisins tókum við þá ákvörðun að leggja áherslu á hráefni sem koma úr lífrænum búskap. Með því að velja innihaldsefni sem laus eru við kemískan áburð og skordýraeitur lágmörkum við mengun í jarðvegi og grunnvatni. Þannig leggjum við okkar af mörkum til að vernda lífríkið og þína heilsu.
Förðunarvörurnar okkar eiga betra samspil við húðina en margar aðrar þar sem innihaldsefni úr lífrænt ræktuðum plöntum eru mun virkari en þau sem fengin eru úr hefðbundnum landbúnaði.
* Nema naglalakk.
Virðing fyrir dýrum
Af virðingu við allar lifandi verur eru engar af okkar vörum eða hráefnum prófaðar á dýrum. Þar af leiðandi eru vörur frá Zao vottaðar Cruelty Free af Leaping Bunny.
Við notumst ekki við innihaldsefni sem eiga uppruna sinn úr dýraríkinu, eins og bývax eða annað. Zao vörurnar eru því allar vegan og vottaðar sem slíkar af samtökunum Vegan Society.
Þar að auki, eru burstar okkar úr gervihárum, ekki dýrahárum.
Áfyllanlegar förðunarvörur
Við höfum hannað áfyllanlegar umbúðir. Þetta gerir Zao að:
- Umhverfisvænum kosti: Með því að notast við endurfyllanlegar umbúðir kjósum við að starfa af virðingu við umhverfið. Úrgangur verður minni en ella, plastnotkun verður minni og orkunýting einnig.
- Hagkvæmum kosti: Þessi áfyllanlegi eiginleiki umbúðanna hefur bein áhrif á vöruverð. Það að geta boðið upp á áfyllingu, gerir okkur kleift að bjóða þér að kaupa gæða förðunarvöru á sanngjörnu og viðráðanlegu verði.
- Skapandi kosti: Áfyllingarnar gera þér kleift að blanda saman og skapa mismundandi liti og blæbrigði allt eftir þínu höfði. Með því að hafa nokkrar áfyllingar við höndina getur ýmislegt orðið til.
Sjálfbærar umbúðir
Öll hönnun okkar tekur mið af velferð umhverfisins. Því eru grunnumbúðirnar unnar úr bambus. Eco-hönnun er í hjarta hugsun okkar. Þess vegna ytri umbúðir okkar er bambus. Bambus vex hratt og mjög víða, líka án þess að áburði eða skordýraeitri sé beitt. Bambus endurnýjast á 4-5 árum á meðan það tekur hefðbundið tré um 30 ár! Sá bambus sem við notuð í pakkningar okkar koma frá vernduðum skógum.
Einnig notum við bómull í pakkningar. Vörurnar eru í bambus en eru svo seldar til viðskiptavinarins í fallegum bómullarpokum til að vera vöruna enn betur. Bómullarpokana má svo nýta í öðrum tilgangi, annað er pappaumbúðir sem gjarnan enda í ruslinu.
Með sífelldri vöruþróun er markmiðið að skipta út bómullarpokunum fyrir poka úr bambustrefjum fyrir lok árs 2018. Við munum halda áfram að notast við bambusinn þar sem hröð endurnýjun hans hefur lágmarks áhrif á umhverfið!
Gæði og nýsköpun
Þó að Zao sé lífrænt og cruelty free vörumerki þá er okkur hjartans mál að bjóða upp á gæðavöru og stöðuga vöruþróun. Við erum sannfærð um að lífrænar förðunarvörur geti að fullu keppt við hefðbundnar förðunarvörur og það er okkur mikið kappsmál að vera sífellt að þróa og bæta okkar vörur.
Nýsköpun er okkur mjög mikilvæg. Við erum alltaf að prófa okkur áfram með ný hráefni, nýjar blöndur, og vinna að nýjungum. Markmiðið er alltaf að ná fram hámarks gæðum.