Verkstæðin okkar
Laboratoire Phytotechnique company
Fyrirtækið Laboratoire Phytotechnique, oft kallað "Labophyto" var stofnað árið 2006 af fjórum vinum; Stefano Tunesi, Andrea Tunesi, Simone Simonatto og David Reccole.
Labophyto á höfuðstöðvar sínar í Pogliano Milanese, í 15 km fjarlægð frá Mílanó, og var fyrsta fyrirtækið til að hljóta vottun árið 2007 frá Ecocert fyrir framleiðslu sína á lífrænum förðunarvörum um makeup. Í dag má segja að Labophyto, með sitt breiða vöruúrval, sé leiðtogi á sínu sviði í Evrópu og jafnvel í öllum heiminum.
Með sterkum tengslum hefur við Labophyto hefur Cosm'Etika Í Frakklandi notið mikils af samstarfinu.
Sjálfbærar snyrtivörur
Samstarf Cosm'Etika í Frakklandi og Sustainable Beauty Products International Ltd (sem framleiðir bambus umbúðirnar okkar) á sér líka sögu. Við höfum lengi þekkt Jesse Zhou, kínverskan samtarfsfélaga okkar. Samband okkar hófst árið 2005 og einkennist af mikilli fagmennsku og einnig vináttu. Áður en Zao varð til hafði Jesse aðstoðað okkur í leit okkar að kínverskum aðilum sem gætu framleitt smáa og nákvæma hluti úr bambus. Þegar sú leit skilaði ekki tilætluðum árangri ákváðu David og Jesse að ráðast í eigin framleiðslu. Árið 2011 var tekin ákvörðun um að kaupa allan nauðsynlegan framleiðslubúnað og að koma upp framleiðslurými með þremur starfsmönnum og þannig gekk þetta allt að árinu 2014 þegar Sustainable Beauty Products International LTD var stofnað.
Fabrik Etik
Það er vináttu Jacques Bonhoure (ESAT* La Providence) og David Reccole að þakka að fyrirtækið Fabrik Etik varð til árið 2016. Vinir þessir ásamt þriðja manninum, Christophe Chevalier (Group Archer) settu á fót fyrirtæki sem hafði þá köllun að skapa fötluðum einstaklingum faglegt vinnuumhverfi við þeirra hæfi. Fabrik Etik, sem er staðsett á sama landsvæði og við (Chateauneuf sur Isere) og 5 km frá Cosm'Etika í Frakklandi, gaf því fötluðum einstaklingum færi á að starfa í "venjulegu" vinnuumhverfi. Fabrik Etik annast endanlega samsetningu, frágang og merkingar á Zao vörunum.
Síðan í júní 2018 hefur Fabrik Etik séð um pakkningar á lífrænu förðunarvörunum sem undirverktaki.
* ESAT: Etablissement et Service d'aide pari le travail (Establishment and Service of Help by Labor)